Tuesday, October 30, 2012

Aukaverkefnin mín



Svo var ég aðeins farin að leika mér, hér er kertastjaki sem er gerður er frá grunni, ekki fundinn á netinu og svo eru snjókorn sem ég rasterarði í sum Jól 2012

Stóra smelluverkefnið


Hér er kökudiskurinn minn sem var stóra smelluverkefnið, við áttum að vera með minnst fjórar samsetningar og ég náði því með því að gera kökudisk og svo til að gera hann flottari þá rasteraði ég munstur í diskinn

Fyrsta verkefnið í fablab, fígúrumynd

  
Hér er fyrsta verkefnið sem ég gerði í fablab, við áttum að búa til stjörnu sem stóð á kassa búa til augu og munn fríhendis og rastera í einhvern hluta af kassanum.  Allt mjög skemmtilegt og lærði mikið á þessu verkefni

Litla smelluverkefnið


Hér var frumraunin í því að láta tvö stykki smella saman, búa til hök sem passa í göt

Ljósaverkefnið



Hér er límmiði skorinn út úr límmiðavélinni og límdur á krukku og búið til kertaljós

Fleiri myndir

Hér var ég að prófa að skera út myndir að hluta þannig að smá vídd kemur í myndina

Stensl á bol

Hér er stenslað á bol með því að búa til límmiða í límmiðavélinni og stensla á bol

Monday, October 29, 2012

Færsla 1

Ég skráði mig á Fablab námskeið hér á Sauðárkróki.  Þetta er alveg frábært námskeið þar sem Katý kennari okkar kennir okkur að nota þessar skemmtilegu vélar sem eru hér á Krók.  Ætlunin er að læra allar helstu aðferðir sem hægt er að nota til að búa til hina ýmsu hluti