Sunday, November 11, 2012

Bloggsíðan mín

Hluti námskeiðsins var að búa til og halda úti bloggsíðu þar sem allt var sett á netið til að aðrir gætu skoðað og við lært að blogga.  Ekki hægt að segja að ég sé mikill penni en þetta námskeið var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt þannig að ég á eftir að notfæra mér fablab smiðjuna til ýmissa verkefna í framtíðinni.
Takk kærlega fyrir mig Katý.

Rasterað á glas


Hér er rasterað á glas sem á að vera gjöf vona bara að viðkomandi sjái ekki bloggið.  En að  rastera á svona glös kemur mjög vel út og eru alveg frábærar gjafir.

Stensl á bol

Þegar yngsti sonurinn var búin að fá bol þá vildi næsti sonur fá bol líka.  Hann fékk að velja sér munstur sem við unnum á bol fyrir hann.  Ekki gekk alveg að stensla á bolinn því límmiðinn vildi ekki festast nógu vel í ramman þannig að hann smitaði aðeins út frá nokkrum stöðum en þetta er auðvitað handmade og strákurinn ánægður. 

Saturday, November 10, 2012

Sketchup

Í einum tímanum þá mætti gestakennari, hann Valur og kynnti fyrir okkur forritið Sketchup.  Þetta er þrívíddarforrit sem frábært að nota ef maður ætlar til dæmis að breyta einhverju hjá, laga herbergi eða kannski heilt hús.  Við prófuðum að búa til herbergi, settum bæði hurð og glugga , máluðum og parket eða flísalögðum og sóttum okkur húsgögn af netinu og innréttuðum að eigin vild.  Þetta var mjög skemmtilegt að prófa og fá smá innsýn í.

Hér er seinna ljósaverkefnið mitt sem var breytt í upplyftimynd á vegg, þarna er notuð skemmtilega aðferð við að skera fiðrildin út að hluta þannig að það er hægt að lyfta upp hluta af þeim og mynda skemmtilega skugga.  Kemur mjög flott út og sérstaklega ef ég myndi setja í dýpri ramma þá væri þetta ennþá flottara hjá mér

Rastað í spegil


Hérna er ég búin að rasta mynstur í spegil, mjög erfitt var að taka mynd af speglinum því allt speglast í speglinum en vonandi sést þó eitthvað af þessari framkvæmd því mér fannst koma sérlega skemmtilega út þegar maður rasterar á spegil og ætla ég mér að gera meira af því

Friday, November 9, 2012

Logo verkefni



Hér koma myndir af logo verkefninu mínu.  Ég valdi að nota timbur og bæði rasta í viðinn og skera.  Þegar leserskerinn sker í timbur þá brennir leserinn skurðinn og skurðarfletir verða svartir og þarf að lakka stykkin svo svarti liturinn smiti ekki allt.  Þarna lærði ég að nýta mér að skrifa stafi í hring sem er sér aðgerð í fablab sem mér finnst koma mjög skemmtilega út.